30. júlí 2004 | Menningarlíf | 167 orð

Tónleikar| Síðari tónleikar Pink falla niður

50 Cent úr Egilshöll í Laugardalshöll

TÓNLEIKAHALDARAR 50 Cent/G-Unit og Pink hafa nú komist að sameiginlegri niðurstöðu þar sem Ísland rúmar ekki tvenna stóra tónleika sama dag. Þannig verður hátturinn á að 50 Cent spilar í Laugardalshöllinni miðvikudaginn 11.
TÓNLEIKAHALDARAR 50 Cent/G-Unit og Pink hafa nú komist að sameiginlegri niðurstöðu þar sem Ísland rúmar ekki tvenna stóra tónleika sama dag. Þannig verður hátturinn á að 50 Cent spilar í Laugardalshöllinni miðvikudaginn 11. ágúst en ekki í Egilshöll eins og áður hefur verið auglýst. Tónleikar Pink sem áttu að vera sama dag í Höllinni falla niður, að því er segir í tilkynningu frá tónleikahöldurum.

Þeir sem hafa keypt miða á tónleika Pink 11. ágúst þurfa ekki að hafa áhyggjur því miðarnir gilda á fyrri tónleikana, sem enn er hægt að fá miða á í verslunum Skífunnar og www.midar.is.

"Fyrir 50 Cent tónleikahaldarana hefur þetta einnig í för með sér mikla hagræðingu varðandi alla uppsetningu fyrir tónleikana. Aðeins verða nú um 5.500 miðar í boði á 50 Cent," segir í tilkynningu.

Iceland Express er með sérstakt tilboð þessar síðustu tvær vikur og verður miðinn nú á 4.500 kr. í stæði. Þeir sem hafa tryggt sér VIP-miða hafa forgang í stúku. Hægt er að kaupa miða í verslunum Skífunnar og á www.skifan.is.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.