10. október 2004 | Innlendar fréttir | 182 orð | 1 mynd

Viggó vill vera í fremstu röð

Viggó Sigurðsson er nýr þjálfari landsliðsins í handknatt-leik.
Viggó Sigurðsson er nýr þjálfari landsliðsins í handknatt-leik. — Morgunblaðið/Kristinn
VIGGÓ Sigurðsson hefur verið ráðinn landsliðs-þjálfari karla í handknatt-leik. Tekur hann við af Guðmundi Þórði Guðmundssyni sem sagði starfi sínu lausu fyrir rúmri viku. Guðmundur hafði þá verið landsliðs-þjálfari í þrjú og hálft ár.
VIGGÓ Sigurðsson hefur verið ráðinn landsliðs-þjálfari karla í handknatt-leik. Tekur hann við af Guðmundi Þórði Guðmundssyni sem sagði starfi sínu lausu fyrir rúmri viku. Guðmundur hafði þá verið landsliðs-þjálfari í þrjú og hálft ár.

Viggó gerði samning um þjálfun landsliðsins til 1. mars árið 2007, eða fram yfir heimsmeistara-mótið sem haldið verður í Þýskalandi það ár. Gert er ráð fyrir að Viggó hafi líka umsjón með yngri landsliðum Íslendinga í handknatt-leik.

Viggó er fimmtugur að aldri og hefur þjálfað handknattleiks-lið bæði hér á landi og í útlöndum. Hann hefur starfað sem þjálfari í nær 20 ár. Hann þjálfaði síðast lið Hauka, en var þar áður þjálfari þýska liðsins Wuppertal.

"Ég viðurkenni að ég er stoltur yfir að HSÍ skuli treysta mér fyrir þessu starfi. Ég lít á það sem ákveðinn topp á mínum ferli," sagði Viggó. Hann stefnir á að íslenska landsliðið verði á meðal sex bestu landsliða heims. Því megi vænta breytinga á leikmanna-hópi og leik-skipulagi á næstunni.

Fyrsta verkefni Viggós með landsliðið verður þátttaka í heimsbikar-mótinu sem fram fer í Svíþjóð 16.-21. nóvember. Þar leikur Ísland við Evrópu-meistara Þjóðverja, Frakka og Ungverja.

Fletta í leitarniðurstöðum

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.