ÚTFLUTNINGSTEKJUR sjávarafurða voru á síðasta ári um 36%. Með vaxandi álframleiðslu má gera ráð fyrir að sjávarútvegur verði orðinn næststærsta útflutningsgrein þjóðarinnar árið 2008, samkvæmt spá greiningardeildar Íslandsbanka.
ÚTFLUTNINGSTEKJUR sjávarafurða voru á síðasta ári um 36%. Með vaxandi álframleiðslu má gera ráð fyrir að sjávarútvegur verði orðinn næststærsta útflutningsgrein þjóðarinnar árið 2008, samkvæmt spá greiningardeildar Íslandsbanka. Hún áætlar að árið 2012 verði hlutfall sjávarafurða af heildarútflutningstekjum um 27%. Þetta er að mörgu leyti jákvæð þróun, að mati Kjartans Ólafssonar, viðskiptastjóra sjávarútvegteymis bankans. Með minnkandi vægi sjávarútvegsins verði þjóðarbúskapurinn minna háður duttlungum greinarinnar. Það styrki því íslenska hagkerfið og leiði m.a. til þess að áhrif sjávarútvegs á gengisþróun mun minnka. Í pallborðsumræðum á fundinum sagði Kjartan að minna vægi sjávarútvegs í þjóðarbúskapnum gæti jafnvel leitt til þess að greinin fengi meira svigrúm til að starfa eftir lögmálum markaðarins.