ÖLVAÐUR ökumaður stakk af frá umferðaróhappi á Garðskagavegi seint á þriðjudagskvöld. Þegar bílarnir mættust á veginum skullu hliðar þeirra saman þannig að hliðarspeglar brotnuðu og hliðarrúða annars bílsins jafnframt. Engin slys urðu þó á fólki.

ÖLVAÐUR ökumaður stakk af frá umferðaróhappi á Garðskagavegi seint á þriðjudagskvöld. Þegar bílarnir mættust á veginum skullu hliðar þeirra saman þannig að hliðarspeglar brotnuðu og hliðarrúða annars bílsins jafnframt. Engin slys urðu þó á fólki.

Ökumaður annars bílsins ók samstundis af vettvangi en hinn elti hann að heimili hans í Garðinum. Hann gerði lögreglunni í Keflavík viðvart og þegar hún vitjaði mannsins stuttu síðar kom í ljós að hann hafði ekið undir áhrifum áfengis.