— Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Flóinn | Víða er nú unnið við uppskerustörf og að koma afrakstrinum í geymslur. Ábúendur og aðstoðarfólk á bænum Arabæ í Gaulverjabæjarhreppi í Flóanum hefur verið að taka upp gulrófur og ganga frá þeim í geymslur. Þau láta vel af uppskerunni.

Flóinn | Víða er nú unnið við uppskerustörf og að koma afrakstrinum í geymslur.

Ábúendur og aðstoðarfólk á bænum Arabæ í Gaulverjabæjarhreppi í Flóanum hefur verið að taka upp gulrófur og ganga frá þeim í geymslur. Þau láta vel af uppskerunni. Í Arabæ eru rófurnar teknar upp með gömlu handverkfærunum og höndunum. "Þetta er ekki svo mikið hjá okkur," segir Sigríður Guðmundsdóttir og Guðlaugur Guðmundsson bætir því við að þeim hafi fundist rófurnar geymast verr þegar þau notuðu vélar við að taka upp.

Enn er verið að taka upp kartöflur. Minni myndin var tekin austan við Stokkseyri þar sem dugleg kona vann við að taka upp úr heimilisgarðinum.