LÖGREGLAN á Ísafirði sektaði nýlega tvo menn fyrir að kaupa áfengi fyrir ungmenni sem ekki höfðu aldur til áfengiskaupa.

LÖGREGLAN á Ísafirði sektaði nýlega tvo menn fyrir að kaupa áfengi fyrir ungmenni sem ekki höfðu aldur til áfengiskaupa. Um er að ræða tvö óskyld mál, en í báðum tilvikunum var um að ræða ungmenni sem voru börn í skilningi barnaverndarlaga, eða yngri en 18 ára, að því er fram kemur á vef lögreglunnar.

Lögreglan á Ísafirði aðvarar þá sem kaupa áfengi fyrir ungmenni sem ekki hafa aldur til. Minnt er á að áfengislögin séu skýr en þar segir: "Óheimilt er að selja, veita eða afhenda áfengi þeim sem er yngri en 20 ára."