LAUNANEFND sveitarfélaganna (LN) kom saman til fundar í gær til að fara yfir stöðuna í kjaraviðræðum við grunnskólakennara. Á fundinum var samþykkt stuðningsyfirlýsing við störf samninganefndarinnar.

LAUNANEFND sveitarfélaganna (LN) kom saman til fundar í gær til að fara yfir stöðuna í kjaraviðræðum við grunnskólakennara. Á fundinum var samþykkt stuðningsyfirlýsing við störf samninganefndarinnar.

"LN lýsir yfir fullum stuðningi við starf samninganefndar sinnar vegna kjaraviðræðna við KÍ vegna grunnskólans. Þær hugmyndir sem hún hefur kynnt til lausnar málsins og frumkvæði hennar í samningaviðræðum aðila eru í fullu samræmi við áherslur LN, segir í ályktuninni.