ALLS veittu þrír helstu samkeppnissjóðir vísinda- og tæknisamfélagsins 445 milljónir í nýja styrki á árinu til 131 verkefnis.
ALLS veittu þrír helstu samkeppnissjóðir vísinda- og tæknisamfélagsins 445 milljónir í nýja styrki á árinu til 131 verkefnis. Sjóðirnir sem um ræðir eru Tækniþróunarsjóður og Rannsóknarsjóður, sem báðir eru innan vébanda Rannís, og AVS-sjóðurinn, á vegum sjávarútvegsráðuneytisins. Í Rannís-blaðinu sem fylgir Morgunblaðinu í dag er greint frá þessu og kemur fram að háskólastofnanir fá 45% styrkjanna, fyrirtæki 32%, rannsóknarstofnanir 21% og einstaklingar 2%. Sé litið til styrkveitinga sjóðanna alls á árinu fá fyrirtækin mest, 42% styrkjanna, háskólastofnanir 37%, rannsóknarstofnanir 20% og einstaklingar 1%.