Fiskveiðar Grænlenski báturinn Siku kemur að landi í Neskaupstað.
Fiskveiðar Grænlenski báturinn Siku kemur að landi í Neskaupstað. — Ljósmynd/Ágúst Blöndal
Alls var landað um 400 þúsund tonnum af fiski í höfnum Fjarðabyggðar á síðasta ári. Mestu var landað í Neskaupstaðarhöfn eða 216.727 tonnum og að sögn hafnarstjóra mun það vera sú höfn á landinu þar sem mestum fiski var landað á árinu.

Alls var landað um 400 þúsund tonnum af fiski í höfnum Fjarðabyggðar á síðasta ári. Mestu var landað í Neskaupstaðarhöfn eða 216.727 tonnum og að sögn hafnarstjóra mun það vera sú höfn á landinu þar sem mestum fiski var landað á árinu.

Í Eskifjarðarhöfn var landað 170.267 tonnum og á Reyðarfirði 11.797 tonnum. Langmest af því sjávarfangi sem á land barst var uppsjávarfiskur, eða um 378 þúsund tonn. Þar af voru 172.412 tonn af kolmunna, 150.059 tonn af loðnu og 55.354 tonn af síld. Þá var landað 17.786 tonnum af bolfiski. Þess má geta að í Neskaupstaðarhöfn var landað 3.175 tonnum af eldislaxi.