VIÐSKIPTA- og hagfræðideild Háskóla Íslands mun nú í haust bjóða í fyrsta sinn upp á meistaranám í reikningshaldi og endurskoðun. Deildin hefur til þessa boðið upp á fjögurra ára cand. oecon.

VIÐSKIPTA- og hagfræðideild Háskóla Íslands mun nú í haust bjóða í fyrsta sinn upp á meistaranám í reikningshaldi og endurskoðun. Deildin hefur til þessa boðið upp á fjögurra ára cand. oecon.-nám í reikningshaldi og endurskoðun sem búið hefur nemendur undir próf til löggildingar sem endurskoðendur. Í haust verður tekið upp í þess stað þriggja missera meistaranám og munu fyrstu nemendurnir útskrifast í febrúar 2007.

Þessi nýja námsleið tekur mið af alþjóðlegri þróun í kennslu í reikningshaldi og endurskoðun og uppbygging námsins tekur mið af því sem best þekkist erlendis. Kennarar við erlenda háskóla munu koma að kennslunni auk fastra kennara deildarinnar og starfandi löggiltra endurskoðenda. Nemendum mun bjóðast að taka hluta námsins við erlenda skóla. Með þessari breytingu er deildin að koma til móts við síauknar kröfur íslensks viðskiptalífs um sérfræðiþekkingu í reikningshaldi og endurskoðun.