* ARNAR Grétarsson skoraði sigurmark Lokeren þegar liðið sigraði Sint-Truiden , 2:1, í belgísku bikarkeppninni í knattspyrnu í gærkvöld. Arnar tryggði Lokeren sigurinn með marki úr vítaspyrnu á 87. mínútu.

* ARNAR Grétarsson skoraði sigurmark Lokeren þegar liðið sigraði Sint-Truiden , 2:1, í belgísku bikarkeppninni í knattspyrnu í gærkvöld. Arnar tryggði Lokeren sigurinn með marki úr vítaspyrnu á 87. mínútu. Arnar Grétarsson , Arnar Þór Viðarsson og Rúnar Kristinsson léku allan leikinn fyrir Lokeren en Marel Baldvinsson kom ekkert við sögu - er meiddur í hné.

*ÞJÓÐVERJAR burstuðu Tékka, 36:26, í æfingaleik í handknattleik í Rotenburg í gær en Tékkar verða fyrstu andstæðingar Íslendinga á heimsmeistaramótinu í Túnis sem hefst á sunnudag. Yves Grafenhorst ungur leikmaður í liði Magdeburg var markahæstur í liði Þjóðverja með 6 mörk og Pascal Hens skoraði 5.

*MEIÐSLI þau sem hrjá Nicolas Anelka virðast ekki vera eins alvarleg og óttast var, að sögn Kevins Keegans , knattspyrnustjóra Manchester City . Afar ósennilegt er þó talið að Anelka verði með gegn WBA um næstu helgi en líklegt að Keegan tefli honum fram gegn Newcastle á heimavelli um aðra helgi.

* BRYAN Robson , knattspyrnustjóri WBA , leitar nú víðsvegar að leikmönnum sem hugsanlega gætu styrkt lið hans sem stendur höllum fæti í ensku úrvalsdeildinni. Nú hefur hann til reynslu Frakkann Bernard Diomede sem lék með Frökkum á HM 1998. Hann er miðvallarleikmaður og er laus mála hjá AC Ajaccio . Diomede var um tíma í herbúðum Liverpool fyrir fjórum árum en sló ekki í gegn. Á næstu dögum kemur í ljós hvort WBA gerir samning við Frakkann.

* UGO Ehiogu verður allnokkrar vikur frá keppni eftir að hafa slasast á hné í kappleik Middlesbrough og Everton um síðustu helgi. Ehiogu hefur verið einstaklega óheppinn á þessari leiktíð og aðeins verið í byrjunarliði "Boro" í þrígang.

* Í gær var dregið í riðla í úrslitakeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu sem fram fer á Englandi í sumar. Í A-riðli leika: England , Svíþjóð , Danmörk og Finnlandi . Í B-riðli leika: Þýskaland , Noregur , Frakkland og Ítalía .

* BAKVÖRÐURINN Earl Boykins sem leikur með Denver Nuggets er lágvaxnasti leikmaður NBA-deildarinnar, 1,68 m. á hæð, en hann setti met í leik gegn Seattle Supersonics í gær. Boykins gerði sér lítið fyrir og skoraði 15 stig í framlengingunni í leik liðsins og er það mesta stigaskor einstaklings í framlengingu en gamla metið átti Butch Carter , sem þá var leikmaður Indiana Pacers , en Carter skoraði 14 stig í framlengingu árið 1984 gegn Boston Celtic . Denver sigraði í leiknum gegn Supersonics , 116:110, en Boykins skoraði 15 af 21 stigi liðsins í framlengingunni.