MH-ingar, sigurvegarar 2002.
MH-ingar, sigurvegarar 2002. — Morgunblaðið/Sverrir
FYRSTU umferð Morfís er nú lokið, en þar bar helst til tíðinda að MH-ingar, sem töpuðu síðast í úrslitaviðureign með einu stigi og sigruðu árið 2002, féllu úr leik gegn Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.

FYRSTU umferð Morfís er nú lokið, en þar bar helst til tíðinda að MH-ingar, sem töpuðu síðast í úrslitaviðureign með einu stigi og sigruðu árið 2002, féllu úr leik gegn Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Þá bar Menntaskólinn á Egilsstöðum sigurorð af Menntaskólanum í Kópavogi með metmun, 863 stigum.

Í átta liða úrslitum mætast Borgarholtsskóli og Hraðbraut (22. janúar), MR og Kvennó (27. janúar), Versló og Flensborg (28. janúar og FB og ME (dagsetning ekki ákveðin).