Garðabær | Til stendur að leggja hringtorg á Arnarnesveg, og sameina með því gatnamót vegarins við Fífuhvammsveg annars vegar og Bæjarbraut hins vegar í eitt stórt fimm arma hringtorg, og mun fimmti armurinn tengja hið nýja Akrahverfi við veginn.

Garðabær | Til stendur að leggja hringtorg á Arnarnesveg, og sameina með því gatnamót vegarins við Fífuhvammsveg annars vegar og Bæjarbraut hins vegar í eitt stórt fimm arma hringtorg, og mun fimmti armurinn tengja hið nýja Akrahverfi við veginn.

Mikið hefur verið um slys á þessum kafla vegarins og á hringtorgið að draga verulega úr þeim, segir Eiríkur Bjarnason, bæjarverkfræðingur í Garðabæ. Bæjarráð Garðabæjar hefur samþykkt þessar framkvæmdir fyrir sitt leyti, en bæjaryfirvöld í Kópavogi koma einnig að málinu, og verður fjallað um málið í ráðum bæjarins í þessari viku. Garðabær og Vegagerðin munu fjármagna verkið, en Vegagerðin hefur enn ekki tryggt fjármögnun á því.