Egils þorrabjór tappað á flöskur í Ölgerðinni. Á myndinni eru f.v.: Ásgeir Kristinsson kornbóndi, Guðmundur Mar Magnússon, bruggmeistari hjá Ölgerðinni, og Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands.
Egils þorrabjór tappað á flöskur í Ölgerðinni. Á myndinni eru f.v.: Ásgeir Kristinsson kornbóndi, Guðmundur Mar Magnússon, bruggmeistari hjá Ölgerðinni, og Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands.
ÖLGERÐIN Egill Skallagrímsson ehf. hefur sett á markað Egils þorrabjór sem er að hluta bruggaður úr íslensku byggi. Er þetta fyrsti íslenski bjórinn sem bruggaður er úr heimaræktuðu byggi og settur á markað hér á landi, að sögn fyrirtækisins.

ÖLGERÐIN Egill Skallagrímsson ehf. hefur sett á markað Egils þorrabjór sem er að hluta bruggaður úr íslensku byggi. Er þetta fyrsti íslenski bjórinn sem bruggaður er úr heimaræktuðu byggi og settur á markað hér á landi, að sögn fyrirtækisins.

Íslenska byggið, sem notað er til bruggunar á Egils þorrabjór, er frá Ásgeiri Kristinssyni, bónda á Leirá í Borgarfirði, en hann hefur ræktað bygg frá árinu 1997.

Bruggmeistarar Ölgerðarinnar hafa unnið að gerð bjórs úr íslensku byggi síðan í haust. Í byrjun árs var Egils þorrabjór tilbúinn og var honum tappað á flöskur í liðinni viku.

"Egils þorrabjór er bragðmikill lagerbjór með mikilli fyllingu og 5,6% að styrkleika. Þetta er þriðja árið í röð sem Ölgerðin bruggar Egils þorrabjór og hafa viðtökur neytenda ávallt verið mjög góðar," segir í fréttatilkynningu. Egils þorrabjór fæst í öllum verslunum ÁTVR og kostar flaskan 189 krónur.