Uppskeruhátíð | Skákfélag Akureyrar heldur uppskeruhátíð í kvöld, fimmtudagsköldið 20. janúar, kl. 20.00 í KEA-salnum í Sunnuhlíð. Veitt verða verðlaun, boðið upp á kaffi og meðlæti og jafnvel sest að tafli.
Uppskeruhátíð | Skákfélag Akureyrar heldur uppskeruhátíð í kvöld, fimmtudagsköldið 20. janúar, kl. 20.00 í KEA-salnum í Sunnuhlíð. Veitt verða verðlaun, boðið upp á kaffi og meðlæti og jafnvel sest að tafli. Skákmóti á vegum félagsins, sem fram átti að fara nk. sunnudag, hefur verið flýtt til föstudagsins 21. janúar kl. 20:00. Mikael Karlsson, ungur skákmaður, tefldi um síðustu helgi á Íslandsmóti barna í Reykjavík. Tefldar voru níu umferðir eftir monrad-kerfi og hlaut Mikael fimm vinninga, sem er ágætis árangur, segir í fréttatilkynningu Skákfélags Akureyrar. Mikael hefur stundað æfingar og keppni um nokkurt skeið og er mikið efni. Gylfi Þórhallsson sigraði á Fischer-klukkumóti félagsins sem fram fór um síðustu helgi en hann fékk sex vinninga af átta mögulegum.