12. ágúst 1992 | Innlendar fréttir | 234 orð

Ferðaskrifstofa Íslands: Starfsmenn keyptu eignarhlut ríkisins

Ferðaskrifstofa Íslands: Starfsmenn keyptu eignarhlut ríkisins GENGIÐ hefur verið frá kaupum starfsmanna Ferðaskrifstofu Íslands á eignarhlut ríkisins í fyrirtækinu en ferðaskrifstofan er þá að öllu í eigu starfsmanna.

Ferðaskrifstofa Íslands: Starfsmenn keyptu eignarhlut ríkisins

GENGIÐ hefur verið frá kaupum starfsmanna Ferðaskrifstofu Íslands á eignarhlut ríkisins í fyrirtækinu en ferðaskrifstofan er þá að öllu í eigu starfsmanna. Kaupsamningur verður undirritaður á næstu dögum. Ríkið átti þriðjung ferðaskrifstofunnar á móti starfmönnum sem keyptu tvo þriðju hluta hennar árið 1988. Kaupverðið verður um 18,9 milljónir króna sem allt verður greitt á þessu ári. Það er aðeins hærra en það tilboð sem starfsmennirnir höfðu áður gert í þennan hluta ríkisins í ferðaskrifstofunni, að sögn Skarphéðins Steinarssonar starfsmanns framkvæmdanefndar um einkavæðingu.

Að sögn Skarphéðins Steinarssonar höfðu starfsmennirnir áður skilað inn tilboði þar sem kaupverðið átti að greiðast fram til maí á næsta ári. Heildarupphæðin á því tilboði var um 18,8 milljónir líkt og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu. Starfsmennirnir eru 26 talsins og þar á meðal eru starfsmenn í Reykjavík og flestir hótelstjórar Eddu-hótelanna.

Ferðaskrifstofu Íslands var breytt í hlutafélag árið 1988 og þá keyptu starfsmenn tvo þriðju hluta fyrirtækisins. "Ástæðan fyrir því að fyrirtækið var ekki boðið til sölu á almennum markaði, líkt og eðlilegt er að gera, er vegna samnings á milli ríkisins og starfsmanna um að þeir hefðu forkaupsrétt á þeim þriðjungi sem eftir var í eigu ríkisins. Því var reynt til þrautar að ná samningi við starfsmenn, en við erum mjög ánægðir með þessa niðurstöðu," segir Skarphéðinn.

Verðbréfafyrirtækið Handsal hefur haft umsjón með sölu á hlut ríkisins í Ferðaskrifstofu Íslands.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.