25. ágúst 1992 | Innlendar fréttir | 117 orð

Ferðaskrifstofa Íslands Gengið frá kaupum starfsfólks á hlutafé ríkisins

Ferðaskrifstofa Íslands Gengið frá kaupum starfsfólks á hlutafé ríkisins HÓPUR starfsmanna Ferðaskrifstofu Íslands hf. hefur keypt hlutafé ríkisins í fyrirtækinu. Kaupverð hlutabréfanna var um það bil 18,7 milljónir króna.

Ferðaskrifstofa Íslands Gengið frá kaupum starfsfólks á hlutafé ríkisins

HÓPUR starfsmanna Ferðaskrifstofu Íslands hf. hefur keypt hlutafé ríkisins í fyrirtækinu. Kaupverð hlutabréfanna var um það bil 18,7 milljónir króna. Samningur um kaupin var undirritaður á þriðjudaginn var.

Að sögn Kjartans Lárussonar forstjóra Ferðaskrifstofu Íslands hf. er hér um sögulegan atburð að ræða því að við undirritun samningsins lauk þátttöku ríkisins í rekstri ferðaskrifstofa.

Hlutaféð sem starfsfólkið keypti var um þriðjungur hlutafjár í Ferðaskrifstofu Íslands hf. Nafnvirði hlutabréfanna var um 9 milljónir. Við kaupin gekk ríkið að tilboði starfsfólksins í hlutaféð nær óbreyttu.

Morgunblaðið/Kristinn

Kjartan Lárusson forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands hf., Friðrik Sophusson fjármálaráðherra, Halldór Blöndal samgönguráðherra og Hrafnhildur Pálsdóttir fjármálastjóri Ferðaskrifstofunnar undirrita samningana um hlutafjárkaupin.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.