6. janúar 1988 | Innlendar fréttir | 168 orð

Prjónastofan Iðunn hættir framleiðslu

Prjónastofan Iðunn hættir framleiðslu PRJÓNASTOFAN Iðunn hefur sagt upp nær öllum starfsmönnum sínum og mun hætta framleiðslu á prjónavörum á árinu og breyta rekstrinum. Um er að ræða tíu starfsmenn og miðast uppsagnir þeirra við 1. apríl.

Prjónastofan Iðunn hættir framleiðslu

PRJÓNASTOFAN Iðunn hefur sagt upp nær öllum starfsmönnum sínum og mun hætta framleiðslu á prjónavörum á árinu og breyta rekstrinum. Um er að ræða tíu starfsmenn og miðast uppsagnir þeirra við 1. apríl.

Njáll Þorsteinsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sagði í samtali við Morgunblaðið að meginástæða uppsagnanna væri að reksturinn bæri ekki þann fjármagnskostnað, sem væri við lýði í þjóðfélaginu nú. Samt væri um að ræða rótgróið fyrirtæki með góðan vélakost og mikla reynslu af rekstri sem þessum. 45-50% framleiðslunnar hefði verið selt á markað erlendis og framleiðslan væri orðin of dýr. Eins væri innflutningur á samkeppnisvörum mikill og erlend framleiðsla þætti fínni en sú innlenda.

"Ég er mjög leiður yfir því að þetta skuli ekki geta gengið. Fyrirtækið er orðið 54 ára gamalt og þó við hættum framleiðslu þá verður verslunin rekin áfram. Við munum þreifa fyrir okkur út þetta ár, en skammtímalánin voru orðin of mikil og dæmið of örðugt til þess að það gengi upp í bili," sagði Njáll ennfremur.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.