Girnilegasta granóla norðan Alpafjalla

Fullkominn morgunverður.
Fullkominn morgunverður. mbl.is/Jennifer Berg

Granóla er í senn afskaplega sniðug fæða og bragðgóð. Varast skal þó sykraðar eftirlíkingar og hafa í huga að markmiðið með granóla er einmitt að búa til holla fæðu sem gerir lífið umtalsvert betra.

Þessi uppskrift kemur úr smiðju Jennifer Berg og eins og lesendur Matarvefjarins vita þá er allt sem hún kemur nálægt sérlega bragðgott og dásamlegt.

Fyr­ir þá sem vilja lesa meira af snilld­ar­upp­skrift­um Jenni­fer er hægt að fylgj­ast með henni inni á Trend­net og á Jen´s Delicious Life.

Girnilegasta granóla norðan Alpafjalla

  • 4 dl hafrar
  • 1 1/2 dl kókosflögur
  • 1 dl hampfræ
  • 1 dl graskersfræ
  • 1 dl sólblómafræ
  • 1 dl valhnetur, gróft saxaðar
  • 1/2 dl saxaðar heslihnetur
  • 1/2 dl kókosflögur
  • 1/2 dl kakónibbur
  • 1 dl þurrkuð trönuber
  • 1 dl rúsínur
  • 3 msk. kókosolía, bráðin
  • 3 msk. hunang
  • 0,5 dl vatn
  • 1 tsk. kanilduft
  • 1/2 tsk. kardimommur

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 175 gráður. Setjið smjörpappír í ofnskúffu.
  2. Hrærið saman kókosolíunni, hunangi, vatni, kanil og kardimommum.
  3. Í stóra skál skal blanda saman öllum þurru hráefnunum utan þurrkuðu ávaxtanna. Hellið vökvanum yfir hafrablönduna og hrærið saman.
  4. Setjið hafrablönduna á bökunarplötuna.
  5. Bakið þar til hafrarnir eru orðnir gullnir og þurrir eða í 15-20 mínútur.
  6. Látið granólað kólna og blandið síðan þurrkuðu ávöxtunum saman við.
  7. Geymið í loftheldum umbúðum við stofuhita í allt að mánuð.
Hellið vökvanum yfir hafrablönduna.
Hellið vökvanum yfir hafrablönduna. mbl.is/Jennifer Berg
Blandið vel saman.
Blandið vel saman. mbl.is/Jennifer Berg
Fletjið út í ofnskúffunni.
Fletjið út í ofnskúffunni. mbl.is/Jennifer Berg
Granólað geymist við góðar aðstæður í allt að mánuð.
Granólað geymist við góðar aðstæður í allt að mánuð. mbl.is/Jennifer Berg
Ljúffengt og gott.
Ljúffengt og gott. mbl.is/Jennifer Berg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert