Ljúffeng hörpuskel með parmaskinku

Hörpuskel og parmaskinka passa ótrúlega vel saman og bragðið ljúffengt.
Hörpuskel og parmaskinka passa ótrúlega vel saman og bragðið ljúffengt. Samsett mynd

Hörpuskelin er ljúffengt sjávarfang og upplagt að grilla eða steikja hörpuskelina á góðum sumardegi. Hún verður hreint sælgæti með því að vefja utan um hana ítalskri parmaskinku og bera fram á sellerírótarmús með örlitlu sítrónu- og sojasmjöri. Hver og einn velur fyrir sig hvort viðkomandi vill steikja hörpuskelina á pönnu eða grilla hana á funheitu grilli.

Hörpuskel með parmaskinku

  • 8 stórar hörpuskeljar
  • 8 sneiðar parmaskinka
  • Hvítur pipar
  • Sítrónupipar
  • Smjör til steikingar

Aðferð:

  1. Afþíðið hörpuskelina og þerrið með eldhúspappír.
  2. Vefjið parmaskinkusneið utan um hverja hörpuskel og nýti lítið partíspjót til að halda parmaskinkunni saman við hörpuskelina.
  3. Hitiðsmjörá pönnu.
  4. Steikið hörpuskelina með parmaskinkunniável heitri pönnuí3-4mínúturupp úr smjöri.
  5. Kryddið til eftir smekk.
  6. Geymið þar til hörpuskelin er borin fram á disk með meðlætinu.

Sellerírótars

  • 1 stk. sellerírót, afhýdd og skorin í teninga
  • 2 stk. laukar, saxaðir
  • Ólífuolía
  • Gróft salt og hvítur pipar
  • 2 dl rjómi

Aðferð:

  1. Afhýðið sellerírótina og skerið í teninga.
  2. Afhýðið laukana og saxið.
  3. Steikið sellerírótarteningana og laukin upp úr smá ólífuolíu á pönnu og kryddið til með grófu salti og hvítum pipar.
  4. Hellið rjómanum út á sjóðið þangað til að sellerírótin er orðin mjúk.
  5. Bætið meiri rjóma saman við ef ykkur finnst þess þurfa.
  6. Setjið blönduna síðan í matvinnsluvél og maukið.
  7. Músin á að vera meðal þykk og með fallegri áferð. 
  8. Smakkið til með salti og pipar.

Sítrónu- og sojasmjör

  • 50 g smjör
  • ½ dl sojasósa
  • safi úr ½ sítrónu

Aðferð:

  1. Bræðið smjörið við vægan hita.
  2. Bætið við sojasósu og sítrónusafa og hrærið saman.

Samsetning:

  1. Setjið sellerímauk á diska 1-2 hörpuskeljar á hvern disk og hellið loks smá sítrónu- og sojasmjöri í kring á fallegan hátt.
  2. Berið fram og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert