Ofnbakaður fiskur í rjómaostasósu

Girnilegi ofnbakaði fiskrétturinn í rjómaostasósunni sem kemur úr smiðju Thelmu …
Girnilegi ofnbakaði fiskrétturinn í rjómaostasósunni sem kemur úr smiðju Thelmu Þorbergsdóttur sælkera. Ljósmynd/Thelma Þorbergsdóttir

Fiskur í rjómaostasósu er algjört lostæti. Rjómi, ostur og fiskur passa svo vel saman. Þessi einfaldi og ljúffengi fiskréttur kemur úr smiðju Thelmu Þorbergsdóttur sem heldur úti uppskriftasíðunni Freistingar Thelmu. Hráefnalistinn er ekki langur og geta allir töfrað fram þennan rétt. Upplagt er að bera fram með réttinum grjón og/eða kartöflur og ferskt salat.

Í réttinum er brokkolí og blómkál sem passar einstaklega vel …
Í réttinum er brokkolí og blómkál sem passar einstaklega vel með osti og rjóma. Ljósmynd/Thelma Þorbergsdóttir

Fiskréttur í rjómaostasósu

  • 1 kg af þorsk eða ýsu, ófrosið
  • ½ haus af brokkolí
  • ½ haus af blómkáli
  • 200 g af rjómaosti með graslauk og lauk
  • 200 g rjómaostur, hreinn
  • 2 dl matreiðslurjómi
  • 1-2 tsk. af hvítlaukspipar
  • ½ tsk. salt
  • 100 g pitsaostur, rifinn

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 190°C.
  2. Setjið fisk í eldfast mót ásamt niðurskornu brokkolí og blómkáli.
  3. Setjið báða rjómaostana í pott ásamt rjómanum yfir meðalháan hita og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
  4. Kryddið með hvítlaukspipar og salti, gott er að smakka sósuna til og krydda þá meira ef þess er þörf.
  5. Hellið rjómaostasósunni yfir fiskinn og eldið í 15 mínútur við 190 gráðu hita.
  6. Takið fiskinn út og setjið ostinn yfir og setjið aftur inn í ofn í 10 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað alveg.
  7. Berið fram með soðnum kartöflum og/eða hrísgrjónum og fersku salati ef vill.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert