Gratíneraður pestófiskur fyrir þig

Lítur girnilega út þessi gratíneraði fiskréttur.
Lítur girnilega út þessi gratíneraði fiskréttur. Ljósmynd/Ingunn Mjöll

Þegar töfraðir eru fram girnilegir fiskréttir á einfaldan máta sem allir geta gert þá er þess virði að deila með lesendum matarvefsins. Hér er spennandi fiskréttur með gratíneruðum pestófisk sem kemur úr uppskriftasmiðju Ingunnar Mjallar sem heldur úti uppskriftasíðunni Íslandsmjöll sem allir ættu að ráða við að töfra fram.

Gratíneraður pestófiskur

Fyrir 3-4

  • 4-5 bitar af ýsu eða þorsk (700-800 g)
  • 1 krukka af papriku pestói
  • ½ sæt kartafla stór, skorin í bita og soðið áður
  • 1-2 tómatar, skornir í bita
  • Mozzarella og Maribo blandaður ostur
  • 1 pk af Hollandaissósu frá Toro

Aðferð:

  1. Byrjið á því að skera fiskflakið/flökin í bita.
  2. Veltið síðan fiskbitunum upp úr papriku pestóinu.
  3. Skerið sætu kartöfluna í bita og forsjóðið.
  4. Raðið sætu kartöflunum þegar búið er að sjóða þær aðeins til að mýkja í botninn á eldföstu móti.
  5. Skerið tómatana í bita.
  6. Útbúið sósuna eftir leiðbeiningum pakkans.
  7. Setið fiskinn ofan á sætu kartöflurnar og niðurskornu tómatana þar ofan á.
  8. Hellið svo sósunni ofan á og stráið ostablöndunni yfir og setjið inn i ofn á 180°C hita og bakið í 25-30 mínútur eða þar til þið sjáið að fiskurinn er tilbúinn og osturinn orðin gullinbrúnn.
  9. Berið fiskréttinn fram með fersku salati og nýbökuðu brauði.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert