Þorskhnakkar með kirsuberjatómötum og bragðmikilli hvítvínssmjörsósu

Samfélagsmiðlastjarnan Vesela Asenovaj á heiður af þessari dýrindis uppskrift þar …
Samfélagsmiðlastjarnan Vesela Asenovaj á heiður af þessari dýrindis uppskrift þar sem þorskhnakkar eru í aðalhlutverki. Samsett mynd

Uppskriftir að ljúffengum fiskréttum sem koma bragðlaukunum á flug eru ávallt vel þegnar og hér er ein uppskrift að fiskrétt sem getur ekki klikkað. Þetta er ljúffengur fiskréttur sem auðvelt og fljótlegt er að setja saman, þar sem kirsuberjatómatar og hvítvínssmjörsósa leika aðalhlutverkið. Samfélagsmiðlastjarnan Vesela Asenovaj á heiður af þessari dýrindis uppskrift.

Dýrindis fiskréttur.
Dýrindis fiskréttur.

 

Þorskhnakkar með kirsuberjatómötum og hvítvínssmjörsósu

Fyrir 4-6

  • 6 stk. þorskhnakkar
  • 1 skalotlaukur
  • 300 – 400 g kirsuberjatómatar
  • 1 sítróna, safinn og sítrónubörkur
  • 2 hvítlauksrif, söxuð
  • ¾ bolli hvítvín
  • 2 msk. ólífuolía
  • 4 msk. smjör
  • 1 tsk. salt
  • Svartur pipar, eftir smekk
  • Basilíku lauf
  • Chilli flögur eftir smekk, valfrjálst

Aðferð:

  1. Byrjið á því að krydda þorskinn með salti og pipar eftir smekk og steikið upp úr ólífuolíu á ásamt 2 matskeið af smjöri á góðum hita í um það bil 2-3 mínútur á hvorri hlið og setjið til hliðar.
  2.  Skerið skalotlaukinn í sneiðar og steikið á sömu pönnu þar til hann er orðinn mjúkur, bætið þá við hvítlauknum í eina mínútu í viðbót.
  3. Bætið síðan við hvítvíni, sítrónusafa og sítrónuberki sem þið raspið niður; látið malla þar sósan hefur soðið aðeins niður og vínandinn gufað upp.
  4. Bætið við tómötum, steikið þá í nokkrar mínútur, bætið restinni af smjörinu út í og setjið að lokum þorskinn aftur á pönnuna.
  5. Saltið og piprið eftir smekk og veltið fisknum í dýrindis sósunni.
  6. Að lokum kryddið til með chilliflögum og basilíku laufum eftir smekk.
  7. Berið fram og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert