Ekta íslensk hangikjötsrúlluterta

Ef þú elskar hangikjötssalat þá átt þú eftir að elska …
Ef þú elskar hangikjötssalat þá átt þú eftir að elska þessa elsku líka. Ljósmynd/Ingunn Mjöll

Flestir Íslendingar elska hangikjöt, soðið, kalt, í tartalettum, ofan á brauð, bakað inn í ofni, ofan á snittum og í brauðtertum svo fátt sé nefnt.

Ingunn Mjöll sem heldur úti vefsíðunni Íslandsmjöll gerði þessa dýrð fyrir kaffiboð sem hún stóð fyrir í febrúar og viti menn, rúllutertan með hangikjöti sló í gegn. Allir brauðtertuunnendur verða að prófa þessa og eitt er víst að það verður enginn hangikjötsaðdáandi svikinn þegar þessi rúlluterta er annars vegar.

Hangikjötsrúlluterta Ingunnar

Uppskrift fyrir tvær rúllutertur

  • 1 -2 stk. rúllutertubrauð (hægt að kaupa frosin)
  • 500 g hangikjöti, Ingunn sauð hangikjötsrúllu og skar í bita
  • 500 g majónes, smá auka til að smyrja tertuna með
  • 5-6 egg, harðsoðin og kæld
  • 1 dós  gulrætur, stappaðar niður
  • Kryddið eftir smekk, Ingunn kryddað til með Seson All og smá af Aromat, valfrjálst

Aðferð:

  1. Byrjið á því að afþíða rúllutertubrauðin.
  2. Harðsjóðið eggin og kælið.
  3. Skerið eggin í eggjaskerar.
  4. Hrærið saman majónesi, eggjum, hangikjötsbitunum, stöppuðu gulrótunum og kryddið til eftir smekk.
  5. Gott að smakka til hangikjötssalatið.
  6. Smyrjið síðan hangikjötssalatinu jafnt á tvö rúllutertubrauð og rúllið þeim upp.
  7. Smyrjið síðan rúllurnar með majónesið og skreyti að vild rétt áður en bera á rúlluterturnar fram, t.d. með eggjum, agúrku og sprettum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert