Eitt krúnudjásnið á Snæfellsnesi til sölu

Á Hellissandi á Snæfellsnesi er að finna eitt krúnudjásnið í …
Á Hellissandi á Snæfellsnesi er að finna eitt krúnudjásnið í veitingahúsaflórunni sem er í túnfætinum við Snæfellsjökulinn en það er Víðvík og nú er staðurinn til sölu. Ljósmynd/Víðvík

Á Hellissandi á Snæfellsnesi er að finna eitt krúnudjásnið í veitingahúsaflórunni sem er í túnfætinum við jökulinn. Þar hefur verið borinn fram hágæða sælkeramatur sem hefur verið eldaður af natni og ástríðu síðastliðin ár. Hér er um að ræða veitingastaðinn Viðvík sem er kominn á sölu. Þetta er fallegur og hlýlegur veitingastaður með stórbrotið útsýni en við blasir Snæfellsjökull, Breiðafjörðurinn og Krossavík sem lætur engan ósnortinn. Viðvík stendur í fallegu nýuppgerðu húsi við þjóðveginn og er mikið augnayndi. Húsið var byggt árið 1942 og á sér sögu.

Eigum yndislegar minningar og hugsum hlýtt til staðarins

Parið Gils Þorri Sigurðsson og Aníta Rut Aðalbjargardóttir eiga og reka veitingastaðinn Viðvík og hafa lagt metnað sinn og ástríðu í reksturinn frá upphafi. Þau segja á Facebook-síðu staðarins að nú sé komið að tímamótum hjá fjölskyldunni og breytingar séu fram undan.  „Við höfum tekið mjög erfiða ákvörðun að setja Viðvíkina á sölu. Erum einstaklega stolt af þessum stað og þakklát fyrir árin okkar og hversu vel hefur gengið. Við munum alltaf hugsa hlýtt til þessa tíma og eigum yndislegar minningar þar, allt fólkið, starfsfólk, viðskiptavinir og fastakúnnar sem við höfum kynnst í gegnum Viðvík sem við erum svo þakklát fyrir. Vonum innilega að það sé einhver þarna úti sem muni vilja taka við rekstrinum og halda lífi áfram í húsinu. Tækifærin eru endalaus í Snæfellsbæ. En nú undirbúum við fjölskyldan næstu skref i okkar lífi og þökkum fyrir allan stuðning,“ segir þau Gils og Aníta Rut.

Þjóðgarðsmiðstöðin í næsta nágrenni

Þjóðgarðsmiðstöðin á Hellissandi er í næsta nágrenni. Fallegar gönguleiðir og framtíðaráform um baðaðstöðu í Krossavík. Gönguleið að tjaldsvæðinu. Nálægðin við fjöruna, hafið og Snæfellsjökul veita mikla möguleika og einstaka orku. Snæfellsnes og Snæfellsjökulsþjóðgarður er vinsæll ferðamannastaður.

Staðurinn er bæði hlýlegur og fallega innréttaður. Brúnir og grænir …
Staðurinn er bæði hlýlegur og fallega innréttaður. Brúnir og grænir tónar einkenna innanstokksmuni. Ljósmynd/Sjöfn
Falleg lýsing prýðir staðinn þar sem Tom Dixon-ljósin skarta sínu …
Falleg lýsing prýðir staðinn þar sem Tom Dixon-ljósin skarta sínu fegursta. Ljósmynd/Víðvík
Staðurinn stendur á einstökum stað þar sem útsýnið er stórbrotið, …
Staðurinn stendur á einstökum stað þar sem útsýnið er stórbrotið, en Snæfellsjökull birtist þar eins og lifandi málverk alla daga. Ljósmynd/Víðvík
Viðvík stendur í fallegu nýuppgerðu húsi við þjóðveginn og er …
Viðvík stendur í fallegu nýuppgerðu húsi við þjóðveginn og er mikið augnayndi. Húsið var byggt árið 1942 og á sér sögu. Ljósmynd/Sjöfn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert