Kríur í Litlahólma

Kríur í Litlahólma

Kaupa Í körfu

Kríumamma í Þorfinnshólma í Tjörninni í Reykjavík var að mata unga sinn þegar ljósmyndarinn átti leið hjá. Unginn fúlsaði ekki við kræsingunum þótt munnbitinn væri býsna stór miðað við ungakrílið. Systkini hans gargaði hástöfum og vildi líka fá eitthvað í gogginn. Kríuvarpið í Vatnsmýrinni er nú með besta móti miðað við undanfarin ár. Eflaust eiga nýlegar endurbætur á varplandinu stærsta þáttinn í því. Ungarnir verða að fá nóg æti til að komast upp. Sandsílaskortur hefur valdið ýmsum sjófuglum búsifjum undanfarin ár.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar