Árni Grétar Jóhannesson

Árni Grétar Jóhannesson

Kaupa Í körfu

ÓLAFUR Sveinn Jóhannesson elstur fjögurra barna Kristínar Ólafsdóttur frá Tálknafirði, sem lést nýverið langt fyrir aldur fram úr heilablóðfalli, hefur tekið að sér foreldrahlutverkið eftir fráfall móðurinnar en faðir þeirra Stefán Jóhannes Sigurðsson er einnig látinn, lést í slysi fyrir fimm árum. Ólafur er rafeindavirki og rafvirki að mennt og bjó í Reykjavík ásamt konu sinni en þau fluttust nýverið til Tálknafjarðar til að annast fjölskylduna. Tók Ólafur við starfi móður sinnar við Íþróttamiðstöð Tálknafjarðar og bíður ákvörðunar barnaverndaryfirvalda varðandi formlegt forræði yfir systkinum sínum. MYNDATEXTI: Árni Grétar er næstelstur systkinanna og stundar nám í MS en er á Tálknafirði á sumrin.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar