Þjóðminjasafnið opnað á ný

Þjóðminjasafnið opnað á ný

Kaupa Í körfu

Safnahús Þjóðminjasafnins við Suðurgötu verður opnað í dag eftir viðamiklar endurbætur. Á sýningu safnsins verða m.a. sýndir íslenskir munir sem verðveittir hafa verið í danska Þjóðminjasafninu. Á sýningu Þjóðminjasafnsins, sem verður formlega opnuð í dag, verða sýndir nokkrir íslenskir munir sem hafa verið varðveittir í danska Þjóðminjasafninu. Meðal annars verður á sýningunni biskupsmítur frá Skálholti sem hefur verið á sýningu danska Þjóðminjasafnsins. Lilja Árnadóttir, fagstjóri munasafns Þjóðminjasafnsins, segir mjög fátítt að söfn taki muni úr eigin sýningum til að lána þá. Þetta sýni einstaka vinsemd sem danska safnið sýni Íslendingum. MYNDATEXTI: Brúðarkóróna Halldóru Sigurðardóttur, barnabarns Jóns Arasonar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar