Reykholtshátíð

Reykholtshátíð

Kaupa Í körfu

TÓNLISTARHÁTÍÐIN í Reykholti verður sett á morgun í tíunda sinn en hátíðin hefur fest sig í sessi og er orðin mikilvægur liður í tónlistarlífi landsins. Á tíu ára afmæli hátíðarinnar verður boðið upp á fjölbreytta efnisskrá sem endranær í flutningi mikilsvirtra tónlistarmanna. Að þessu sinni hefur hljómsveitinni Virtuosi di Praga frá Tékklandi verið boðið til Íslands en hún mun koma fram á tvennum tónleikum. Aðrir flytjendur verða m.a. tríóið Trio Polskie frá Varsjá í Póllandi auk innlendra flytjenda. Þeir eru m.a. Sigrún Hjálmtýsdóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir og Auður Hafsteinsdóttir, auk Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur sem einnig er stjórnandi hátíðarinnar í ár. MYNDATEXTI: Hljómsveitarstjórinn Oldrich Vlck á glæstan feril að baki sem fiðluleikari.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar