Súkkulaðinudd

Súkkulaðinudd

Kaupa Í körfu

KARLAR eru stækkandi hópur viðskiptavina snyrtistofa og ýmiss konar líkamsmeðferðir njóta sívaxandi vinsælda, eins og fram kemur í umfjöllun Tímarits Morgunblaðsins um útlit og snyrtimeðferðir í blaðinu í dag. Snyrtistofur hafa þróast úr því að vera "sterílt" sjúkrahúsumhverfi í róandi heilsulindir þar sem skynfærin eru örvuð með ýmsum hætti. Eitt af því nýjasta er sérstakt súkkulaðinudd, sem þykir gott fyrir húðina og sogæðakerfið. Í nuddið er notaður kakómassi, sem blandaður er saman við hágæðaolíur. MYNDATEXTI: Súkklaðiblandan er girnileg en er þó ekki ætluð til átu heldur notuð við nudd.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar