Barnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur

Þorkell Þorkelsson

Barnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur

Kaupa Í körfu

Miðstöð heilsuverndar barna (MHB) mun í framtíðinni sinna nýju og auknu hlutverki við heilsuvernd barna yngri en 18 ára, en Miðstöðin hefur hingað til eingöngu sinnt ung- og smábarnavernd sem barnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur.Barnadeildin fagnaði nýverið 50 ára starfsafmæli sínu og við það tækifæri var skýrt frá þeirri ákvörðun framkvæmdastjónar Heilsugæslu Reykjavíkur að MHB verði vettvangur rannsókna, þróunar og stefnumótunar um heilsuvernd barna að 18 ára aldri og að stöðin verði sérstakur bakhjarl skólahjúkrunarfræðinga og heilsugæslustöðva um allt land. Myndatexti: Geir Gunnlaugsson yfirlæknir og Bergljót Líndal hjúkrunarforstjóri á Miðstöð heilsuverndar barna fögnuðu tímamótunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar