Snjómokstur

Snjómokstur

Kaupa Í körfu

Það kyngdi niður snjó í fyrrinótt og var sums staðar allt að þrjátíu sentimetra lag af snjó þegar mest var. Þó eru allar vonir um jólasnjó enn í óvissu, enda hlýnaði strax um þrjúleytið sömu nótt og fór að rigna. Það var því mjög þykkur og blautur snjór sem mætti íbúum höfuðborgarsvæðisins í morgun og olli gangandi vegfarendum mikilli armæðu. Nefnist slíkur snjór gjarnan "slabb", sem minnir mjög á áferð hans og eðli. Starfsmenn sveitarfélaganna höfðu nóg að gera í morgun við að ryðja snjóinn frá helstu umferðaræðum og gangstéttum, enda sjaldnast mikilvægara að umferðin gangi greiðlega en einmitt nú í jólaösinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar