Árekstur

Sigurður Elvar

Árekstur

Kaupa Í körfu

"ÉG hélt að það væri jarðskjálfti eða eitthvað hefði sprungið í loft upp í næsta nágrenni. Þvílíkur var hávaðinn og húsið nötraði," sagði Vilhjálmur Þorsteinsson, íbúi á Skagabraut 33 á Akranesi, en hann var heima við um miðjan dag í gær er bifreið var ekið af miklu afli á húsið hans. "Ég fór beinustu leið út og þá sá ég að bifreið var klesst upp við húsið og önnur bifreið við hlið hennar. Það var lán í óláni að enginn skyldi slasast og hér hefði getað farið mun verr." Tvær bifreiðir voru inni í garði hjá Vilhjálmi, önnur bifreiðin rétt við útidyrnar og stórskemmd eftir að hafa ekið á hornið á húsinu en hin bifreiðin er minna skemmd. Vilhjálmur var ekki viss um hvað hefði gerst en ökumenn bifreiðanna slösuðust ekki í óhappinu en mikil mildi var að enginn gangandi vegfarandi var þarna á ferð því bifreiðirnar fóru báðar yfir gangstétt á leið sinni að húsinu við Skagabraut

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar