Joel Sachs

Jim Smart

Joel Sachs

Kaupa Í körfu

Einn erlendra gesta á Myrkum músíkdögum í febrúar sl. var bandaríski stjórnandinn og píanóleikarinn Joel Sachs, en hann kom fram hérlendis með CAPUT-hópnum. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR hitti Sachs að máli og fékk m.a. að heyra um ævintýraleg ferðalög hans til Mongólíu og af hverju hann einbeitir sér einkum að samtímatónlist. MYNDATEXTI: "Ég hef allan minn tónlistarferil verið þeirrar gæfu aðnjótandi að starfa samhliða sem tónlistarmaður og tónlistarsögukennari. Það þýðir að ég hef aldrei verið háður því fjárhagslega að koma fram á tónleikum og finnst mér það ótvíræður kostur, því þá get ég leyft mér að velja aðeins áhugaverð verkefni og virkilega notið þess að koma fram," segir stjórnandinn, píanistinn og Juilliard-prófessorinn Joel Sachs, sem kom fram á Myrkum músíkdögum í febrúar sl.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar