Grunnskóli Reyðarfjarðar

Steinunn Ásmundsdóttir

Grunnskóli Reyðarfjarðar

Kaupa Í körfu

Fjórtán skóflustungur teknar að nýrri skólabyggingu á Reyðarfirði "ÞESSI verksamningur nemur 430 milljónum króna og er stærsti samningur sem ég hef skrifað undir, þótt ekki sé framkvæmdin sem slík sú stærsta." Þetta sagði Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, við undirritun verksamnings um gerð viðbyggingar við Grunnskóla Reyðarfjarðar á föstudag. Guðmundur sagði við Morgunblaðið að samningurinn markaði upphaf mikilla framkvæmda í sveitarfélaginu, í tengslum við byggingu álvers Alcoa. Nemendur í fyrsta bekk, fjórtán talsins, tóku fjórtán fyrstu skóflustungurnar með splunkunýjum og gljáfægðum malarskóflum skammt vestan við núverandi skólabyggingu. MYNDATEXTI: Fyrstubekkingar tóku fjórtán skóflustungur að viðbyggingu við skólann sinn: Markar upphaf framkvæmdatímabils í Fjarðabyggð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar