Norræna á Seyðisfirði

Pétur Kristjánsson

Norræna á Seyðisfirði

Kaupa Í körfu

EFTIR tveggja mánaða hlé kom farþegaferjan Norræna á ný til Seyðisfjarðar um miðjan dag í gær. Vegna veðurs á leiðinni var ferjan sein fyrir sem nam 5-6 tímum. Með skipinu komu um 100 manns til landsins. Norræna hafði undanfarnar vikur verið í slipp í Hamborg þar sem gert var við skemmdir sem urðu þegar ferjan rakst utan í bryggju í Þórshöfn í Færeyjum. Var skipið þá að koma úr sinni fyrstu ferð ársins til Seyðisfjarðar eftir að vetrarferðir höfðu verið settar á áætlun. MYNDATEXTI: Hvít jörð blasti við farþegum Norrænu þegar ferjan kom til Seyðisfjarðar, enda um auglýsta vetrarferð að ræða.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar