Sumarið 2004 sett upp í Laugardalshöll

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Sumarið 2004 sett upp í Laugardalshöll

Kaupa Í körfu

Á annað hundrað aðila tekur þátt í sýningunni Sumarið 2004 í Laugardalshöllinni um helgina Gríðarlegur erill var í Laugardalshöll í gær, en sýningaraðilar og aðstandendur sýningarinnar Sumarið 2004 sem verður opnuð í dag voru í óða önn að koma upp kynningarbásum og setja upp sýninguna. Á Sumrinu 2004 kynna yfir 135 fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar starfsemi sína, sem í flestum tilvikum snýst um þá fjölbreyttu möguleika sem Íslendingum bjóðast í sumar hvað varðar ferðalög, garðyrkju, sumarbústaðalíf og aðra þá dægradvöl sem landinn nýtur á meðan sólin er hæst á lofti. Þá verða haldnir fyrirlestrar um ýmis málefni, þar á meðal plöntulíf, timbur, sumarbústaðaland, útivist, flokkun úrgangs, sumarstarf barna og unglinga og vistvernd í verki, svo fátt eitt sé nefnt. Þá munu einstaklingar halda stutt námskeið í handverki og snatti ýmiss konar. MYNDATEXTI: Hlaðinn grjótgarður: Starfsmenn Steinsteypustöðvarinnar undirbúa sýningargarð stöðvarinnar, sem gefur í skyn fjölbreytta möguleika.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar