Mínus á Gauk á Stöng

Mínus á Gauk á Stöng

Kaupa Í körfu

Rokkhljómsveitin Mínus spilaði á tvennum tónleikum á Gauki á Stöng síðastliðinn föstudag. Seinni tónleikarnir voru með hefðbundnu sniði, hófust kl. 23 og kostaði miðinn 1.000 kr. Fyrri tónleikarnir voru hins vegar með fyrirkomulagi sem ekki er algengt í rokksenunni - stóðu yfir milli kl. 17 og 19. Ókeypis var inn á tónleikana en styrktaraðilar þeirra voru Og Vodafone og Domino's. MYNDATEXTI: Söngvarinn Krummi ásamt æstum, ungum aðdáendum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar