Ofbeldið fær rauða spjaldið

Kristján Kristjánsson

Ofbeldið fær rauða spjaldið

Kaupa Í körfu

MEÐ þessu sýnum við landsmönnum öllum að ofbeldi er eitthvað sem við viljum ekki láta bjóða okkur," sagði Valdís Anna Jónsdóttir, einn Birtingarfélaga, en Birting, hópur ungs fólks á Akureyri, stóð síðdegis í gær fyrir mótmælastöðu á Ráðhústorgi. Þessi næstsíðasti dagur aprílmánaðar var í kaldara lagi, en Akureyringar létu það ekki á sig fá, þeir fjölmenntu á torgið og tóku við rauðum spjöldum sem dreift var á svæðinu. Tónlistarmaðurinn KK lék nokkur lög en síðan sameinuðust þátttakendur í þriggja mínútna þögn, með rauð spjöld á lofti. MYNDATEXTI: Yfir eitt þúsund Akureyringar, sem mættu á Ráðhústorg í gær, voru sammála um að gefa ofbeldinu rauða spjaldið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar