Bútasaumur

Bútasaumur

Kaupa Í körfu

Hópur kvenna úr Snæfellsbæ hefur tekið sig saman um stofnun saumaklúbbs sem þær nefna Jöklaspor. Tilgangur stofnunar klúbbsins var að miðla þekkingu og sauma, að sögn kvennanna, og ekki síður að njóta þess félagsskapar sem af þessu hlýst. Um tuttugu konur eru í klúbbnum og fer þeim fjölgandi, að sögn Sigrúnar Harðardóttur sem tekur fram að hann sé jafnt fyrir konur sem karla. Hittast félagsmenn einu sinni í mánuði í grunnskólanum í Ólafsvík. Núna eru þær að sauma vinateppi og saumar hver kona ákveðinn bút sem er sex sinnum sex tommur að stærð en alls fara um 70 bútar í þetta vinateppi. Fyrirhugað er að fá kennara til þess að kenna saumaskap í vetur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar