Ljósmyndarar

Teiknarar

Hanna Lára Steinsdóttir

Hanna Lára Steinsdóttir

Kaupa Í körfu

Rúmlega þrjú þúsund Íslendingar þjást af heilabilunarsjúkdómum og er Alzheimer algengastur. Verulega mun fjölga í þessum hópi og talið að Alzheimersjúklingar verði um 5.500 árið 2030. Bjarmalundur, ráðgjafarstofa um Alzheimer og öldrun, tók til starfa í maí. Hugmyndin er að boðið verði upp á frumgreiningu, einstaklings- og hjónaviðtöl auk fjölskyldufunda en framkvæmdastjórinn, Hanna Lára Steinsson, félagsráðgjafi MA, segir að viðtöl og fundir séu mjög þýðingarmiklir fyrir aðstandendur og sjúklingana sjálfa. MYNDATEXTI: Félagsráðgjafinn - Hanna Lára Steinsson segir að viðtöl og fundir séu mjög þýðingarmiklir fyrir aðstandendur og sjúklingana.

Frekari upplýsingar