Fallið tré á Grettisgötu

Fallið tré á Grettisgötu

Kaupa Í körfu

ÉG sat með barnabarnið mitt í fanginu fyrir innan gluggann og við urðum dauðskelkaðar, segir Petrína Rós Karlsdóttir, íbúi að Snorrabraut 65. Þetta var stærsta og elsta tréð í garðinum. Það var margir metrar á hæð og mikið um sig. Tréð rifnaði hreinlega upp með rótum og lætin voru skelfileg. Petrínu og ömmustelpunni Ísold Thoroddsen var heldur brugðið á föstudagskvöldið þegar þær sáu rúmlega 60 ára gamla öspina stefna á sig. Aðeins nokkrum sentímetrum munaði að tréð færi inn um stofugluggann. Þetta er ótrúlegt ferlíki og mildi að ekki fór illa, segir Petrína.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar