snóflóð súðavíkur hlíð

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

snóflóð súðavíkur hlíð

Kaupa Í körfu

Sex snjóflóð féllu í Súðavíkurhlíð í vikunni. Að sögn starfsmanns Vegagerðarinnar á Ísafirði voru tvö snjóflóðanna allstór og annað þeirra tveir metrar að þykkt. 6-8 metra fall er af veginum niður í sjó og má telja fullvíst að illa hefði farið hefðu bílar verið á ferð um það leyti sem snjóflóðin féllu. Jafnan er grjót í fyrstu snjóflóðum sem falla á þessum slóðum á haustin. Algengt er snjóflóð falli í Súðavíkurhlíð í norðan- og norðaustanáttum á um 3-4 km kafla. Þarna er að finna 22 gil og skorninga sem snjór safnast fyrir í og flóð falla úr. Myndin var tekin á föstudag er unnið var að því að opna veginn um Súðavíkurhlíð að nýju.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar