Ina May Gaskin

Ásdís Ásgeirsdóttir

Ina May Gaskin

Kaupa Í körfu

Andrúmsloftið og umhverfið skipta sköpum um hvernig barnsfæðingar takast til KONUR í dag eru almennt hræddar við að fæða börn sem aftur veldur því að þær velta sjaldnast fyrir sér þeim valkosti að fæða börnin heima. Ina May Gaskin, ljósmóðir frá Bandaríkjunum og framkvæmdastjóri The Farm Midwifery Center í Tennessee, sem stödd er hér á landi í tengslum við ráðstefnu um eðlilegar fæðingar í nútímasamfélagi, segir að drjúgur hluti barnsfæðinga eigi að fara fram innan veggja heimilisins. "Það þýðir ekki að öll börn eigi að fæðast þar. Sumum konum líður kannski ekki vel með að fæða fyrsta barn utan sjúkrahúss. Ég held þó að ef allar upplýsingar væru fyrir hendi myndu konur fremur vilja vera heima," segir hún. MYNDATEXTI: Ina May Gaskin er framkvæmdastjóri The Farm Midwifery Center.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar