Viðurkenningar

Þorkell Þorkelsson

Viðurkenningar

Kaupa Í körfu

Íslenskar sjávarafurðir hafa veitt viðurkenningar fyrir flakaframleiðslu, grálúðu- og karfaframleiðslu og rækjuframleiðslu undanfarin ár og á Sjófrystifundi ÍS 27. desember voru veittar viðurkenningar fyrir líðandi ár. Frystitogarinn Björgvin EA fékk viðurkenningu fyrir flakaframleiðslu í ár en í máli Friðleifs Friðleifssonar hjá ÍS kom fram að Björgvin EA hefði framleitt sjófryst flök inn á Bretlandsmarkað og skapað sér sterkt nafn á stuttum tíma. Brettingur NS fékk verðlaun fyrir vandaða grálúðu- og karfaframleiðslu og tók Gunnar Björn Tryggvason skipstjóri við viðurkenningunni. Áhöfn Rauðanúps ÞH fékk viðurkenningu fyrir vönduð vinnubrögð við rækjuframleiðslu og tók Jóhann Gunnarsson skipstjóri við viðurkenningunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar