"Until the End of the World"

Sverrir Vilhelmsson

"Until the End of the World"

Kaupa Í körfu

Síðasta kvikmyndasýning aldarinnar í Háskólabíói Undir lok veraldar KLUKKAN 23 í kvöld verður haldin í Háskólabíó sýning á kvikmynd Wim Wenders "Until the End of the World" og verður það seinasta sýning bíósins á þessari öld. Valið á kvikmyndinni sem Wenders gerði árið 1991 er einkar viðeigandi en hún á að gerast í lok ársins 1999, og fjallar um mann sem ferðast um allan heiminn til að finna aðferð til að láta blinda sjá en mamma hans er blind. Það eru fínir leikarar í myndinni en ferðalanginn leikur William Hurt og lagskonu hans leikur Solveig Dommartin, eiginkona leikstjórans. Móðurina leikur hin franska Jeanne Moreau og föður hans hinn sænski Max von Sydow sem klikkar aldrei. Öðrum ágætum leikurum eins og Sam Neill, Rudiger Vogler og Eddie Mitchell má einnig sjá bregða fyrir. MYNDATEXTI: Þorbjörn Orri og Karl eru skemmtilegir gæjar sem sýna góðar kvikmyndir báðum megin árþúsundaskiptanna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar