Finnur finnur stól í Seðlabanka

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Finnur finnur stól í Seðlabanka

Kaupa Í körfu

Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að gerðar verði breytingar á Seðlabankalögum Skylda til að auglýsa stöðu seðlabankastjóra verði felld niður FINNUR Ingólfsson, fráfarandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, gekk á fund Davíðs Oddssonar forsætisráðherra kl. 14 í gær og afhenti Davíð honum skipunarbréf í embætti Seðlabankastjóra frá og með 1. janúar. Finnur afhenti Davíð jafnframt lausnarbeiðni sína úr ráðherraembætti og mun forsætisráðherra leggja hana fyrir forseta Íslands á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Þar mun Valgerður Sverrisdóttir taka við embætti iðnaðar- og viðskiptaráðherra. MYNDATEXTI: Finnur Ingólfsson tók við skipunarbréfi í embætti seðlabankastjóra úr hendi Davíðs Oddssonar forsætisráðherra í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar