Hús rifið á Hverfisgötunni

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Hús rifið á Hverfisgötunni

Kaupa Í körfu

Verið er að rífa hús við Hverfisgötu, sem Reykjavíkurborg keypti fyrir skömmu. Borgin keypti nokkur hús við norðanverða Hverfisgötu, á svæðinu milli Vitastígs og Barónsstígs, og stendur til að rífa þau öll. Húsin munu hafa verið í lélegu ástandi og stóðu auð eftir að borgin keypti þau, en áður voru þar íbúðir og fyrirtæki. Samkvæmt upplýsingum frá borgarskipulagi er til deiliskipulag fyrir þetta svæði en til stendur að taka það til endurskoðunar. Það verði gert einhvern tímann á þessu ári og því geti framkvæmdir á svæðinu hafist í fyrsta lagi seint á árinu eða á næsta ári. Samkvæmt deiliskipulaginu sem er í gildi er gert ráð fyrir íbúðarsvæði og svokölluðu miðbæjarsvæði þarna. Líklegt er talið að svo verði áfram, en þær breytingar sem verði gerðar á deiliskipulaginu varðihelst stærð og lagi lóða.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar