Frjáls verslun Viðskiptamaður ársins.

Þorkell Þorkelsson

Frjáls verslun Viðskiptamaður ársins.

Kaupa Í körfu

Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra afhenti bræðrunum Ágústi og Lýði Guðmundssonum viðurkenningu Frjálsrar verslunar í móttöku á Hótel Sögu í gær. Frjáls verslun útnefndi bræðurna menn ársins 2001 í atvinnulífinu. Ágúst er stjórnarformaður Bakkavarar og Lýður forstjóri, en bræðurnir hljóta þennan heiður fyrir framúrskarandi athafnasemi "sem ekki aðeins hefur fært Bakkavör í fremstu röð fyrirtækja á Íslandi heldur er það orðið vel metið og þekkt í sinni grein erlendis." Þetta er í fjórtánda sinn sem Frjáls verslun útnefnir menn ársins í íslensku atvinnulífi. Bakkavör er metin á 14 milljarða króna og búist er við að hagnaður þess nemi 2.300 milljónum króna fyrir skatta á næsta ári.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar