RÚV

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

RÚV

Kaupa Í körfu

Það var fyrir fjórum árum sem ákveðið var að kaupa sérhæfð upptökutæki til að færa allar gamlar hljóðritanir Ríkisútvarpsins yfir á aðgengilegra form fyrir dagskrárgerðarfólk útvarpsins og um leið bjarga þeim frá mögulegri eyðileggingu. Þessi tæki er að finna í stúdíó 7 í kjallara útvarpshússins en þar ræður ríkjum Magnús Hjálmarsson sem starfaði áður sem deildarstjóri tæknirekstrardeildar útvarpsins. Ásamt honum vinnur Jónatan Garðarsson og starfsfólk safnadeildar Ríkisútvarpsins að þessu merka varðveislustarfi. Myndatexti: Hér er Magnús að baða lakkplötu í vatni meðan verið er að yfirfæra efni en það mýkir hljóðið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar